Andri Már byrjar með stæl

Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura.
Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferðamálafrömuðurinn Andri Már Ingólfsson stofnaði nýlega ferðaskrifstofuna Aventura. Í dag býður ferðaskrifstofan upp á opnunartilboð sem eru mörg hver mjög lág. Andri Már ætlar sér greinilega stóra hluti á ný og byrjar með stæl. 

Býður Aventura meðal annars upp á góð tilboð á gistingu og beinu flugi til klassískra sólarlandastaða eins og Portúgal og Mallorca. Flug og gisting til Mallorca í viku í maí kostar frá rúmlega 60 þúsund krónum. Einnig er boðið upp á borgarferðir til Austur-Evrópu. Kostar til að mynda flug og gisting til Varsjá í lok apríl í þrjár nætur aðeins rúmlega 33 þúsund krónur. 

Andri Már þekkir ferðabransann vel enda átti hann Pri­mera Air. Flugfélagið var úr­sk­urðað gjaldþrota árið 2018. 

Skjáskot/aventura.is
Skjáskot/aventura.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert