Halsey ber að ofan í Bláa lóninu

Halsey í Bláa Lóninu.
Halsey í Bláa Lóninu. skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Halsey var stödd á Íslandi nú á dögunum. Hún skellti sér að sjálfsögðu í Bláa lónið.

Halsey birti nokkrar myndir og myndbönd á Instagram nú fyrir skömmu, meðal annars úr Bláa lóninu og af Hverfisgötu. 

Halsey er heimsþekkt og hefur haldið tónleika víða um heim. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og verið tilnefnd til Grammy-verðlauna tvisvar.

Hún er nú á tónleikarferðalagi um Evrópu en hún kom fram í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. Í kvöld heldur hún svo tónleika í Helsinki, höfuðborg Finnlands svo hún hefur eflaust ekki stoppað lengi hér á klakanum. 

View this post on Instagram

🥶🥶🥶

A post shared by halsey (@iamhalsey) on Feb 26, 2020 at 3:50am PST

mbl.is