Gáfu farþegum 1,2 milljónir fyrir að skipta um sæti

United Airlines gerði vel við farþega sína.
United Airlines gerði vel við farþega sína.

Bandaríska flugfélagið United greiddi níu farþegum inneignarnótu að andvirði 10 þúsund Bandaríkjadali, eða tæpar 1,3 milljónir íslenska króna fyrir að sitja í almennu farrými en farþegarnir höfðu áður bókað miða í viðskiptafarrými.

Vélin var á leið frá Newark á austurströnd Bandaríkjanna til Honolulu á Hawaii en um 11 tíma tekur að fljúga á milli staðanna. 

Upprunalega var áætlað að fljúga Boeing 777-vél United en vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfti að notast við Boeing 767-300-vél félagsins. Í henni voru ekki jafn mörg sæti á viðskiptafarrýminu og því neyddust nokkrir farþegar til þess að að sitja í verri sætum en þeir höfðu bókað. Farþegarnir sem áttu miða á viðskiptafarrými voru færðir í sæti sem kallast Premium+ og þeim fylgja ögn meiri fríðindi en almennum sætum.

Breytingarnar kostuðu flugfélagið samtals 90 þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 11 milljónir íslenskra króna.

Maddie King, talskona United, sagði í viðtali við CNN að svona aðstæður komi stundum upp og þá reyni flugfélagið að minnka áhrifin á farþega eins og það getur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert