Gummi „kíró“ býður Línu til Amsterdam

Lína Birgitta og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eru á leið …
Lína Birgitta og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eru á leið til Amsterdam. Samsett mynd

Gummi „kíró“ er mikill herramaður en kærasta hans, áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir, greindi frá því að hann ætlaði að bjóða henni til Amsterdam í Hollandi á afmælinu hennar. 

Lína verður 29 ára á morgun, 6. mars. Gummi er þó ekki búinn að segja henni frá allri afmælisferðinni og gaf henni vísbendingu um ferðina í vikunni. Vísbendingin var málverk og sódavatn frá Klaka. 

Lína bað um aðstoð frá fylgjendum sínum við að ráða gátuna en hefur ekki enn tekist að ráða fram úr henni. Það sem hún á að taka með sér eru allavega sundföt og ræktarföt.

Vísbendingin.
Vísbendingin. skjáskot/Instagram
mbl.is