Affleck nýtur lífsins á Kúbu

Ben Affleck og Ana de Armas á veitingastað í Havana.
Ben Affleck og Ana de Armas á veitingastað í Havana. skjáskot/Twitter

Leikarinn Ben Affleck virðist ekki vera hræddur við ferðalög þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar um heiminn. Hann sást í síðustu viku á Kúbu að njóta lífsins með mótleikkonu sinni Önu de Armas sem er einmitt frá Karíbahafseyjunni. 

Affleck og de Armas leika saman í kvikmyndinni Deep Water sem frumsýnd verður í nóvember næstkomandi. Í kvikmyndinni leika þau hjón en sögusagnir hafa verið á kreiki um að í raunveruleikanum séu þau meira en bara samstarfsfélagar.

Myndir af þeim Affleck og de Armas fóru á flug um netið um helgina þar sem þau skoðuðu höfuðborg Kúbu, Havana, saman. 

Þau sáust einnig á flugvellinum í Kosta Ríka í síðustu viku en þau gætu hafa millilent þar eða ákveðið að skoða landið betur. 

View this post on Instagram

March 7, 2020 | #AnaDeArmas and #BenAffleck at Costa Rica airport. (© @acityexplored)

A post shared by Vanessa, Ana & Eiza Daily (@myfavsdaily) on Mar 8, 2020 at 10:29am PDTmbl.is