Með höndina ofan í buxunum í flugi

Maður kom sér vel fyrir.
Maður kom sér vel fyrir. skjáskot/Instagram

Karlmaður í flugi á leið til Manila í Filippseyjum vakti athygli á dögunum en hann hafði komið sér vel fyrir í þremur sætum. Auk þess var hann berfættur og með höndina ofan í buxunum sínum. 

Annar farþegi í vélinni tók mynd af honum og birti á samfélagsmiðlum. Í athugasemdakerfinu undir myndinni hafa margir gert tjákn af ælandi karli og sagt athæfi mannsins ógeðfellt. 

Karlmaðurinn er með andlitsgrímu, mögulega til að verja sig fyrir kórónuveirunni, en athygli hefur vakið að í svefninum virðist hann hafa togað hana niður á höku og því ver hún hvorki munn hans né nef.

mbl.is