Staðir sem þú getur látið þig dreyma um í sóttkví

Kúba.
Kúba. Ljósmynd/Pexels

Þegar þetta er skrifað eru 1.100 manns í sóttkví hér á Íslandi og eflaust enn fleiri í sjálfskipaðri sóttkví heima hjá sér. Ekkert okkar er á leiðinni í ferðalag á næstunni og samkomubann tekur gildi á mánudaginn.

Þótt tímarnir séu ekki bjartir getum við sem elskum ferðalög látið okkur dreyma um ferðalög á fjarlæga staði á meðan og jafnvel nýtt tímann í að skipuleggja næsta ferðalag. Hér eru staðir sem þú getur látið þig dreyma um að heimsækja á milli þess sem þú horfir á Netflix.

Kúba

Eyjan Kúba er einstök í alla staði. Margir segja að það sé eins og að stíga inn í tímavél að koma til Kúbu. Ferðavefurinn mælir með að skella Dirty Dancing: Havana Nights í tækið og láta sig svo dreyma um að dansa salsa og rúmbu á Kúbu.

Kúba.
Kúba. Ljósmynd/Pexels

Santorini 

Sólsetrin á grísku eyjunni Santorini eru dásamleg og svakalega rómantísk. Hvítu húsin sem einkenna eyjuna eru gullfalleg. Síðan er hægt að fara í vínsmökkun og taka fullt af fallegum myndum til að ylja sér við. Skellið klassíkinni The Sisterhood of the Travelling Pants í tækið, fáið ykkur rauðvín og hugsið um gríska sól.

Santorini.
Santorini. Ljósmynd/Pexels
Santorini.
Santorini. Ljósmynd/Pexels

New Orleans í Louisiana

Þótt Bandaríkjaforseti vilji ekki fá gesti frá Evrópu um þessar mundir kostar ekkert að ferðast í huganum til New Orleans. New Orleans er stórkostleg borg þar sem ólíkri menningu ægir saman. Þið gætuð til dæmis skellt Brad Pitt-kvikmyndini The Curious Case of Benjamin Button í tækið.

New Orleans.
New Orleans. Ljósmynd/Pexels

Havaí

Af hverju ætti maður ekki að vilja fara til Havaí: Hvítar strendur, blátt haf og sólin skín? Þú getur horft á svona milljón kvikmyndir til að fá Havaí beint í æð. Þær sem aðgengilegar eru á Netflix eru til dæmis Aloha og Just Go With It. 

Honolulu.
Honolulu. Ljósmynd/Pexels
Hawaii.
Hawaii. Ljósmynd/Pexels

San Francisco í Kaliforníu

San Francisco er heillandi borg. Kínahverfið þar er það elsta í heimi og Japan Town er einnig áhugaverður staður að koma á. Einstaklega fallega byggingarlist má sjá víða um borgina og þeir sem hafa áhuga á arkitektúr ættu að heimsækja hana allavega einu sinni á ævinni. Kvikmyndin The Age of Adaline sýnir borgina einstaklega vel.

San Francisco.
San Francisco. Ljósmynd/Pexels
San Francisco.
San Francisco. Ljósmynd/Pexels
mbl.is