Viltu hanna drauma Airbnb-íbúðina?

Skórinn í Nýja Sjálandi hefur verið einstaklega vinsæll á Airbnb.
Skórinn í Nýja Sjálandi hefur verið einstaklega vinsæll á Airbnb. skjáskot/Airbnb

Leigumiðlun­ar­vefsíðan Airbnb býður nú 100 þúsund bandaríkjadali til 10 einstaklinga sem vilja byggja einstakt leigurými. 

Óhefðbundið leiguhúsnæði hefur aukist gríðarlega í vinsældum hjá Airbnb, allt frá húsbílum og tréhúsum yfir í tjöld í bakgörðum. Og nú leita þau eftir fleiri svona verkefnum til að taka þátt í.

Hægt er að sækja um á vef Airbnb.com en umsóknarfrestur rennur út 15. apríl næstkomandi. Allar hugmyndir eru gjaldgengar svo lengi sem þær eru frumlegar.

Til að gefa umsækjendum hugmyndir birtir leigumiðlunarvefsíðan myndir af fjölda leiguíbúða sem eru í besta falli óhefðbundnar.

Þetta er einstakt gistirými.
Þetta er einstakt gistirými. Ljósmynd/Airbnb
Hver vill ekki gista í kafbát í skógi?
Hver vill ekki gista í kafbát í skógi? Ljósmynd/Airbnb
mbl.is