Deildi myndbandi af tómum Keflavíkurflugvelli

Fáir voru á ferli á Keflavíkurflugvelli.
Fáir voru á ferli á Keflavíkurflugvelli. skjáskot/Youtube

Ferðamaður sem átti flug frá Keflavík til Varsjár föstudaginn 13. mars deildi myndbandi á Youtube á sunnudaginn af ferð sinni um flugvöllinn. Virtist ferðamaðurinn vera sá eini sem var á ferli og telur hann ástæðuna vera kórónuveiruna. Ferðamaðurinn kallar myndbandið: Áhrif kórónuveirunnar: Tómur flugvöllur | Keflavík| Ísland. 

„Ég var að ferðast til Varsjár í Póllandi frá Keflavíkurflugvelli á Íslandi hinn 13. mars. Ég tók þetta myndband um klukkan hálfníu um kvöld þegar flugvöllurinn var næstum því tómur,“ skrifar ferðamaðurinn og segir þetta ein áhrif kórónuveirunnar á ferðalög. 

Í spilaranum hér að neðan má horfa á myndbandið. Myndbandið hefst í innritunarsalnum í Keflavík. Því næst fer maðurinn í gegnum öryggishliðið og inn í biðsalinn. Virtist ferðalangurinn einna helst hafa verið einn á ferð þetta föstudagskvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert