Draugabærinn Las Vegas

Flest ljós slökkt á hinu fræga hóteli Caesars Palace.
Flest ljós slökkt á hinu fræga hóteli Caesars Palace. AFP

Borg spilavítanna, Las Vegas, er búin að skella í lás. Borgin er þekkt á meðal ferðamanna um allan heim fyrir partí, ljósadýrð, hótel og fjárhættuspil. Nú lítur borgin út eins og slökkt hafi verið á henni með einum takka og minnir hún einna helst á draugabæ. 

Í vikunni tilkynnti ríkisstjórinn í Nevada, Steve Sisolak, að loka þyrfti allri ónauðsynlegri starfsemi í ríkinu. Þar sem spilavíti teljast ekki lífsnauðsynleg þarf að loka hótelum og spilavítum þeirra í að minnsta kosti 30 daga. 

„Verið örugg og við komumst í gegnum þetta saman,“ eru skilaboð sem má nú sjá á skiltum borgarinnar sem áður lýstu upp borgina í skærum og áberandi litum. 

Ekkert að frétta við Eiffel-turninn í Las Vegas.
Ekkert að frétta við Eiffel-turninn í Las Vegas. AFP
Í Las Vegas.
Í Las Vegas. AFP
Lítið er um ljósadýrð í Las Vegas.
Lítið er um ljósadýrð í Las Vegas. AFP
Flest ljós fyrir utan The Mirage Hotel & Casino voru …
Flest ljós fyrir utan The Mirage Hotel & Casino voru slökkt í lok vikunnar. AFP
Búið að skella í lás.
Búið að skella í lás. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert