Ítölsk amma kennir pastagerð á netinu

Amma Nerina kennir okkur handtökin.
Amma Nerina kennir okkur handtökin. Skjáskot/Facebook

Þrátt fyrir útgöngubann á Ítalíu stoppar það ekki hina 84 ára gömlu Nonna Nerina í að kenna fólki að gera ekta ítalskt pasta. Kennslutímum hennar í pastagerð er streymt beint á Facebook og getur hver sem er, hvar sem er í heiminum, spreytt sig á uppskriftum hennar. 

Nerina öðlaðist nokkra frægð fyrir um þremur árum þegar hún byrjaði að kenna Airbnb-gestum sínum hvernig á að gera pasta. Hún býr í litla bænum Palomabara Sabina sem er norður af Róm. Barnabarn hennar, Chiara Nicolanto, byrjaði að skipuleggja pastanámskeið meðfram Airbnb-rekstrinum og fyrir vikið var uppbókað í gistingu og á námskeið hjá Nerinu. 

Fleiri ömmur í bænum byrjuðu svo að taka þátt í verkefninu og fjölgaði ferðamönnum í þorpinu til muna við það.

Vegna útgöngu- og ferðabanns á Ítalíu hafa margir gestir þurft að afbóka dvöl sína hjá Nicolanto og Nerinu. Þær hafa því brugðið á það ráð að selja kennslustundir í gegnum netið. Hægt er að bóka kennslustundirnar á Nonnalive.com

Þótt þú komist ekki til Ítalíu sem stendur kemst Ítalía til þín í gegnum netið.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert