Upplifðu fallegustu söfn heims heima í stofu

Þú þarft ekki að bíða í röð á netinu.
Þú þarft ekki að bíða í röð á netinu. AFP

Hefðbundin ferðalög eru ekki á dagskrá í náinni framtíð. Það er þó að hægt að skella sér í ferðalag á netinu og skoða nokkur af fallegustu söfnum heimsins með aðstoð þess. 

Ef þú ert týpan sem elskar að fara í borgarferð og skoða falleg söfn er þetta hiklaust eitthvað fyrir þig. 

Louvre-safnið í París

Hefur þig alltaf langað til Parísar? Hitaðu upp fyrir Parísarferðina með því að skoða Louvre-safnið, eitt þekktasta safn í heimi.

British Museum í London

Þetta fræga safn í London er nú opið öllum á netinu. Farðu aftur í tímann með því að skoða safnið og lærðu eitthvað nýtt.

Rijksmuseum í Amsterdam er lokað í raunveruleikanum. Í sýndarveruleikanum getur …
Rijksmuseum í Amsterdam er lokað í raunveruleikanum. Í sýndarveruleikanum getur þú hinsvegar skoðað það. AFP

Rijksmuseum í Amsterdam

Skoðaðu ótrúleg málverk á hollenska safninu Rijksmuseum. 

Musee d'Orsay í París

Á þessu safni eru listaverk frá árunum 1848 til 1914. Mörg fræg listaverk eru á safninu, þar á meðal sjálfsmynd Van Goghs. 

Guggenheim í New York

Það er nú ekki amalegt að geta skellt sér til New York í sýndarveruleikanum. Skoðaðu þetta fræga safn í stofunni heima.

Frá Guggenheim safninu í New York.
Frá Guggenheim safninu í New York.
mbl.is