Ströndum lokað í Ástralíu

Sóldýrkendur, brimbrettakappar og ferðamenn geta ekki lengur notið sín á Bondi ströndinni í Ástralíu. Ströndinni hefur verið lokað tímabundið til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en yfir þúsund manns hafa greinst með veiruna í landinu. 

Stjórnvöld ákváðu að loka ströndinni eftir að fjölda mynda var deilt á samfélagsmiðlum af hópum fólks á ströndinni þrátt fyrir samkomubann. Ástralir hafa einnig verið hvattir til að halda sig heima og fara ekki út á meðal almennings að óþörfu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert