Kristín og Gunnar Smári á 13. degi í útgöngubanni á Kanarí

Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason búa í helli á …
Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason búa í helli á Gran Canaria. Ljósmynd/Facebook

Hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir eru á 13 degi í útgöngubanni á Gran Canaria. Þau búa í helli sem er staðsettur í Angostura gljúfri fyrir ofan bæinn Vecindario.

„Við komum út í ágúst 2019 og dvöldum á Kanarí um þrjá mánuði. Fór ég í drekkhlaðna myndaalbúmið í símanum mínum og fann nokkur óborganleg myndbönd frá þessum tíma. Sá tími var ansi viðburðaríkur og margt sem kom okkur á óvart. Bara það að kaupa bíl og tryggja hann, fá bankareikning og kynnast skriffinnskunni hér reyndi oft á þolinmæðina,“ segja þau í umfjöllun á vefnum trölli.is.  

Í myndbandinu hér fyrir neðan segja þau frá ævintýrum sínum á eyjunni fögru við Afríkustrendur!

mbl.is