Leiðir til að heilsa á tímum veirunnar

Til eru fjölmargar leiðir að heilsa á tímum kórónuveirunnar.
Til eru fjölmargar leiðir að heilsa á tímum kórónuveirunnar. Ljósmynd/Colourbox

Þeir sem vilja haga sér í félagslegu fráhaldi á tímum kórónuveirunnar. Til að koma í veg fyrir smit þá er fólk um víða veröld að sleppa því að snertast, faðmast eða reka nefin saman eins og hefð er fyrir í sumum löndum. 

Kórónuveiran veldur því að fólk þarf að hugsa út fyrir kassann til að sýna velvild og tengjast öðru fólki. Í sumum menningum þá eru nú þegar hefðir fyrir að heilsast án snertingar. Hefðin liggur þá djúpt í sögu svæðisins og er ekki tilkomin vegna veirunnar. 

Á vef National Geopgraphic er fjallað um nokkrar þessara leiða. 

Namaste frá Indlandi til Nepals

Flestir kannast við að leggja lófana saman í bænastöðu, beygja sig fram og segja namaste í lok jógatíma. Eins má finna fatnað um víða veröld með orðunum Namaste á bolum, töskum og svo mætti lengi áfram telja.

Sérfræðngar segja þetta hins vegar langt frá upprunalegu kveðjunni eins og hún var notuð hér áður. Þegar persóna beygir sig niður og segir namaste, þá er sagt að hið guðdómlega innra með þér, beygi sig fyrir hinu guðdómlega inn í mér. Það þykir sýna virðingu og þakklæti. 

Með því að setja hendurnar saman, þá heldur þú orkunni þinni í stað þess að taka inn orku frá öðrum. 

Wai frá Tælandi

Í Tælandi er heilsast með wai aðferðinni, sem er þannig gerð að fólk beygir höfuðið með hendurnar saman í anda Búddisma. Margir sem aðhyllast Hindúisma og búddisma setja hendurnar í bænastöðu þegar beðið er. Hins vegar er ástæðan fyrir því að wai er notað í Tælandi til að sýna að einstaklingurinn sé opinn og óvarinn, án vopna. 

Thai wai aðferðinni fylgir oft orðin; sawatdee kha - sem þýðir hæ á fallegan hátt. 

Þegar þú vilt sýna lágmarks kurteysi hefur þú hendurnar í bænastöðu við bringuna, þegar þú ert að tala við einhvern sem þú berð mikla virðingu fyrir hefurðu hendurnar í hæð við höfuð og síðan ef þú hittir munk, þá er gott að hafa hendurnar við hárlínuna. 

Að hneygja sig á japanska vísu

Japanir byrjuðu að hneygja sig fyrir meira en eitt þúsund árum síðan. Í raun kom hefðin frá Kína til Japan á sjöundu öld. 

Á tólftu öld tileinkuðu samúræjar sér þessa hefð og almenningur tileinkaði sér síðan þetta á sautjándu öld.

Að hneygja sig var upphaflega til að leggja áherslu á stéttarmun. Sá sem var lægra settur átti þá að beygja sig meira en sá sem var í efri stétt. 

Í dag hneygja japanir sig standandi og hafa því aðeins minna fyrir þessari hefð en áður þegar fólk fór niður á hnén. Þegar þú beygir þig á japanska vísu þá setur þú höfuðið undir þig til að sýna að það stafi engin ógn af þér. 

Hversu mikið þú beygir þig fer eftir skilaboðunum sem þú vilt senda. Ef þú beygir þig 15 gráður ertu að heilsa á hefðbundinn hátt. Til að heilsa aðila sem er ofar þér í virðingastiganum, eða til að heilsa viðskiptavini, þá ættir þú að beygja þig 30 gráður. Til að votta fólki samúð, sýna virðingu eða biðja afsökunar ættir þú að beygja þig 45 gráður. 

Heilsuklapp frá Sambíu

Með því að setja lófana saman og klappa í nokkur skipti ertu að heilsa líkt og fólk gerir í Sambíu.

Þú segir einfalt halló, með því að klappa nokkrum sinnum. 

Ef þú ert að hitta tengdafjölskylduna gætir þú þurft að taka klappið aðeins lengra. Þá ættir þú að klappa og beygja þig niður. Þannig sýnir þú meiri virðingu. Ef þú ert að hitta fólk sem er mikið eldra en þú þá getur þú einnig heilsað með því að setja aðra höndina á bringu og hina á magann og beygja þig aðeins í hnjánum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert