Svona ferðu á ströndina í dag

Ströndin á Miami er eitthvað sem enginn ætti að missa …
Ströndin á Miami er eitthvað sem enginn ætti að missa af í dag. Ljósmynd/Colourbox

Það ætti enginn að láta félagslegt fráhald, sóttkví eða samfélagslega innilokun stoppa sig í að fara á ströndina ef marka má Forbes. Að sjálfsögðu getum við ekki flogið af landi brott, en tölvutæknin og svolítið hugarflug mun bera okkur alla leið ef marka má greinina. 

Hér eru nokkrar áhugaverðar leiðir á ströndina:

Maui

Ef þú vilt komast í paradísina á Hawaii um þessar mundir þá er Marriott hótelið (Wailea Beach Resort) með lifandi upptöku. Eins er hægt að mæla með upptöku Waldorf Astoria hótelsins. Það eina sem þú þarft að gera er að útbúa þitt eigin mai tai te og koma þér vel fyrir heima. Þá muntu upplifa margt af því sem einkennir tilfinninguna að vera í paradís á jörðu. 

Miami

Sumir eru á því að hvergi sé eins mikil fegurð en á sunnanverðum Flórída skaga. Strendurnar á Miami eru engum öðru líkar. Miami býður upp á lifandi upptökur af bláu hafi og blakandi pálmatrjám á suðurströndinni. Forbes mælir með fimm stjörnu hótelinu Acqualina Resort & Residences

Palm Beach

Þeir sem hafa farið á pálma ströndina vita hversu einstök sú upplifun er. Leitið ekki langt yfir skammt. Ströndin býður ykkar. Eins er hægt að fara í stafrænan hjólatúr á þessu svæði.

Hamptons

Ef þig hefur alltaf dreymt að nudda axlir við fína og ríka fólki þá er ströndin á Hamptons eitthvað fyrir þig. Staðurinn þykir augnkonfekt fyrir allt á milli himins og jarðar. Fólkið er slétt og fallegt. Tískan er einnig til fyrirmyndar og ströndin æðisleg. Þar sem flestir löghlýðnir einstaklingar halda sér heima núna, er hægt að njóta strandarinnar og leyfa svo bara ímyndunaraflinu að færa fólkið inn á stafrænu sviðsmyndina. 

mbl.is