Íslensk hjón sem giftu sig á Ítalíu á réttum tíma

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi giftu sig á Ítalíu. Ljósmyndarinn …
Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi giftu sig á Ítalíu. Ljósmyndarinn Íris Dögg myndaði brúðkaupið. Ljósmynd/ Íris Dögg

Undanfarin ár hafa margir Íslendingar ferðast til Ítalíu til þess að láta gefa sig saman. Gera má ráð fyrir að brúðkaup á Ítalíu verði ekki jafnvinsæl í sumar og haust og undanfarin ár. Ferðavefurinn tók saman nokkur hjón sem höfðu heppnina með sér og giftu sig á réttum tíma á Ítalíu.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Haukur Ingi Guðnason

Fjöl­miðlakon­an Ragn­hild­ur Stein­unn Jóns­dótt­ir og sál­fræðing­ur­inn Hauk­ur Ingi Guðna­son gengu í heil­agt hjóna­band á Ítal­íu í júlí árið 2018. 

Friðrik Dór og Lísa Hafliðadóttir

Tónlistarmaðurinn kvæntist menntaskólaástinni sinni, Lísu, í Toskana á Ítalíu í lok ágúst árið 2018. 

Erna Kristín Stefánsdóttir og Bassi Ólafsson

Áhrifavaldurinn Erna Kristín eða Ernuland eins og hún kallar sig fagnaði brúðkaupi sínu og Bassa Ólafssonar á Ítalíu sumarið 2018. 

View this post on Instagram

Þú fullkomnar mig 💖 #ernaxbassi

A post shared by 𝐸𝓇𝓃𝓊𝓁𝒶𝓃𝒹 (@ernuland) on Jul 22, 2018 at 9:01am PDT

Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór kvæntist heilsukokkinum Alexöndru Helgu í júní árið 2019. Margir þjóðþekktir einstaklingar voru viðstaddir þegar parið gekk í hjónaband við Como-vatn. 

Tobba Marinós og Kalli Baggalútur

Athafnakonan Tobba og Kalli úr hljómsveitinni Baggalúti gengu í hjónaband síðasta haust á sveitasetri á Ítalíu. 

View this post on Instagram

Allt eðlilegt hér 😂❤️👌 #married #italianwedding #happydays

A post shared by Tobba Marinósdóttir (@tobbamarinos) on Sep 27, 2019 at 2:12am PDT

mbl.is