Lautarferð með rauðvíni, ostum og blómstrandi kirsuberjatrám

Kirsuberjatrén í Miklagarði New York borgar vekja alltaf athygli á …
Kirsuberjatrén í Miklagarði New York borgar vekja alltaf athygli á þessum árstíma. Ljósmynd/Colourbox

Þeir sem elska að fara til stórborga á borð við New York í mars og apríl vita að það er sá tími þegar kirsuberjablómin skarta sínu fegursta í Miklagarði. 

Allir þeir staðir sem bjóða upp á blómstrandi bleik kirsuberjatré um þessar mundir eru vinsælir en vegna beiðni um félagslega fjarlægð, geta færri en viljað setið undir trjánum og notið sín. 

Goole Earth eru með ráð við þessu. Þeir bjóða upp á blómstrandi bleiku kirsuberjatrén í gegnum vefsvæði sitt (e Cherry Blossoms Around the Earth)

Sjón er sögu ríkari. Nú er bara að velja sér uppáhalds staðinn og af hverju ekki að fara bara með tölvuna og teppi og útbúa lautarferð á miðju stofugólfinu. Ferðavefur mbl.is mælir með heitum súkkulaði bolla og pönnukökum, eða bara góðu rauðvínsglasi og ostum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert