Flýja New York-borg til Hamptons

Hamptons er vinsæll sumardvalarstaður New York-búa.
Hamptons er vinsæll sumardvalarstaður New York-búa. Ljósmynd/Wikipedia.org

Mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði í Hamptons í New York í Bandaríkjunum. Hamptons er vinsæll sumardvalarstaður New York-búa en nú virðist sem margir hafa flúið borgina vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Neyðarástand ríkir í New York-borg og segja sumir að ástandið sé verra í borginni heldur en eftir árásirnar á tvíburaturnana þann 11. september 2001.

„Það hefur verið mikil aukning á fyrirspurnum síðustu tvær til þrjár vikur,“ segir Kathleen Zappola sem vinnur hjá leigumiðlunar fyrirtæki í Hamptons. „Flestir sem heyra í okkur eru að leita að húsnæði sem fyrst og vilja dvelja til loka apríl eða maí. Ég hef leigt út talsvert mikið af húsnæði á síðustu tveimur vikum til fólks sem vildi komast inn sem fyrst,“ segir Zappola í viðtali við Forbes

Vandkvæði fylgja þessu þar sem leigusalar mega ekki sýna húsnæði í persónu. Þá hafa íbúar sem búa í Hamptons og fleiri fámennum stöðum í New York-ríki allan ársins hring kallað eftir því að ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, setji reglur um ónauðsynleg ferðalög.

Þá hafa þeir sem flúðu borgina til The Hamptons einnig flykkst á ströndina og ekki öllum fyrirmælum um fjarlægðar mörk fylgt þar. 

Íbúar hafa áhyggjur af því að veiran berist með íbúum borgarinnar til staða þar sem heilbirgðiskerfið er ekki jafn sterkt og spítalar geti ekki tekið á móti sýktum einstaklingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert