Þóttust fara í draumasiglinguna heima í stofu

Dave og Norma Trill skáluðu heima í stofu,
Dave og Norma Trill skáluðu heima í stofu, skjáskot/Facebook

Hjón í Ástralíu létu ekki kórónuveiruna skemma fyrir sér brúðkaupsafmælið sitt sem þau ætluðu að halda upp á með skemmtisiglingu. Hjónin Norma og Dave Trill settu á youtubemyndband af hafinu, klæddu sig í siglingafötin og skáluðu heima í stofu. 

Trill-hjónin fagna 53 ára brúðkaupsafmæli þessi misserin og högðu bókað tíu daga siglingu með skemmtiferðaskipi til að halda upp á áfangann. Þau voru ansi svekkt þegar ferðinni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Til þess að kæta foreldra sína hjálpaði dóttir þeirra Jane þeim við að búa til skemmtisiglingarstemningu heima í stofu. Hún segir í facebookfærslu að foreldrum sínum hafi fundist þetta einstaklega fyndið uppátæki og þau fjölskyldan séu búin að skemmta sér mikið yfir þessu.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert