Uppáhaldsstaðir Rachel Brosnahan

Rachel Brosnahan.
Rachel Brosnahan. AFP

The Marvelous Mrs. Maisel-leikkonan Rachel Brosnahan ferðast ekki mikið þessa dagana en getur eins og svo margir aðrir hlýjað sér við góðar ferðaminningar. Brosnahan sagði frá uppáhaldsstöðum sínum í heiminum í viðtali við ferðatímaritið Condé Nast Traveller. 

París

Leikkonan hefur unnið í París og á vini sem búa þar. Hún segir borgina í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega listasafnið Louvre. Einn af hennar uppáhaldsstöðum í borginni er vínbar sem heitir Milord en hún fór þangað fyrst þegar hún bað vini sína að fara á stað sem bara heimamenn þekktu. 

Louvre-safnið í París er í uppáhaldi.
Louvre-safnið í París er í uppáhaldi. AFP

England

Móðir Brosnahan er ensk svo hún ber sterkar taugar til Englands og langar til að vera meira þar. Amma hennar og afi bjuggu í Beaconsfield og fór hún mikið þegar hún var yngri í Bekonscot sem er garður með litlum módelbyggingum. 

Prag

Brosnahan segir jólamarkaðina í Prag dásamlega. Hún mælir einnig sérstaklega með veitingastaðnum Kolkovna Olympia í borginni. 

París er meðal annars í uppáhaldi hjá Rachel Brosnahan.
París er meðal annars í uppáhaldi hjá Rachel Brosnahan. AFP

Vancouver

Leikkonan er hrifin af borginni en þar getur hún farið í fjallgöngur og fengið sér sundsprett á sumrin. 

Ten Thousand Waves í Santa Fe í Nýja-Mexíkó

Brosnahan mælir sérstaklega mikið með heilsulindinni Ten Thousand Waves sem er í japönskum stíl. Hægt er að gista og starfsfólkið færir gestum bláber, heimagert múslí og möndlumjólk á morgnana. Að sjálfsögðu er gott spa og góður veitingastaður. Leikkonan segir að staðurinn sé í uppáhaldi þegar hún þarf að komast í burtu en það er ekkert símasamband á staðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert