Heiðdís Rós fór í útsýnisflug í sóttkví

Heiðdís Rós og vinkona hennar um borð.
Heiðdís Rós og vinkona hennar um borð. skjáskot/Instagram

Þrátt fyrir að vera í sjálfskipaðri sóttkví í Miami-borg í Flórída í Bandaríkjunum er nóg að gera hjá förðunarfræðingnum Heiðdísi Rós Reynisdóttur þessa dagana.

Heiðdís skellti sér í útsýnisflug yfir borgina með vinum sínum í gærkvöldi og deildi myndböndum af ljósum borgarinnar að næturlagi. 

Heiðdís er um þessar mundir búsett í Miami og eyddi meðal annars laugardagskvöldinu á snekkju með vinum sínum. Heiðdís og vinkona hennar auglýstu svo í gær á samfélagsmiðlum að bæði snekkjan og flugvélin væru til útleigu og hægt væri að hafa samband við þær til að fá meiri upplýsingar. 

mbl.is