Freyja leggur úr höfn í dag

Oddný og Sondre leggja úr höfn á Freyju í dag …
Oddný og Sondre leggja úr höfn á Freyju í dag eftir 2 ára undirbúning. Ljósmynd/Aðsend

Odd­ný Sunna Davíðsdótt­ir og eig­inmaður henn­ar Sondre Jør­gensen halda úr höfn á skútunni Freyju í dag. Skútan hefur legið við höfn í Kaupmannahöfn í Danmörku síðastliðin tvö ár á meðan Oddný og Sondre gerðu hana upp. Nú er hún klár til siglinga og er ferðinni heitið upp með ströndum Noregs. 

Oddný og Sondre segja það vera forréttindi að getað ferðast nú á tímum veirunnar. Sem fyrr segir ætla þau að sigla upp með ströndum Noregs en Sondre er frá Noregi. Þau segjast hlakka til að hitta fjölskyldu sína í Noregi, eftir að 14 daga sóttkví lýkur. 

Noregur er ekki eina landið sem þau hjónin hyggjast sækja heim á næstu mánuðum en þau koma til með að sigla suður frá Noregi. Þótt engin plön séu greypt í stein þá er planið að koma við á Hjaltlandseyjum, Írlandi og Skotlandi. Þau ætla svo að halda lengra suður, koma við á Spáni, Portúgal og í Marokkó áður en þau sigla til Tenerife um jólin. Frá Tenerife hyggjast þau svo sigla yfir Atlantshafið til Karíbahafsins. 

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Oddnýjar og Sondre á Instagram-síðu þeirra, Sailing Freyja.

View this post on Instagram

Farewell Copenhagen 👋 Today we set sail towards Sondre's beautiful home country - Norway ⛵🇳🇴 It's crazy that we're finally here. Two and a half years of planning and working our asses off to make this happen. The hard work has payed off and now just need to let this sink in and actually realize we're doing this! 🤯 These last months have been hard and the unknowing unbearable. We are just so fortunate that we have the possibility to sail to Sweden and Norway at this time and we hope that during the summer the Covid situation will get better ..and we can sail south in the late summer 🤞 We will just take it day by day and see what happens.. But now we are just beyond excited to see our Norwegian family (after our 14 day quarantine 😉) and friends and experience the beautiful Norwegian nature from sea 🗻🇧🇻🤩 . . . #sailingfreyja #sailinglife #boatlife #sejlerliv #båtliv #adventure #sailboat

A post shared by Sailing Freyja (@sailingfreyja) on Apr 17, 2020 at 6:01am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert