Svali kemur heim frá Tenerife og verður á Íslandi í sumar

Jóhanna og Svali hafa búið á Tenerife í rúmlega tvö …
Jóhanna og Svali hafa búið á Tenerife í rúmlega tvö ár.

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður hefur búið á Tenerife í rúmlega tvö ár. Vegna kórónuveirunnar sér fjölskyldan ekkert annað í stöðunni en að koma heim. 

„Svona miðað við þær fréttir sem eru í gangi hér á Spáni þá er ljóst að það verður minna að gera hjá okkur en maður var að vonast eftir og ætlum við því að koma heim í sumar og reyna að vinna eitthvað. Jóhanna snýr aftur á Unique og klippir eins og enginn sé morgundagurinn. Ég vona að ég geti farið að vinna aftur á Tenerife í haust. Tenerife Ferðir verða opnar og mun Ásgeir félagi minn sjá um vaktina í sumar, ef það verður eitthvað flogið hingað, en gerum svo ráð fyrir að hlutirnir rúlli af stað í rólegheitunum í haust. Skrítin staða en engu að síður raunveruleikinn,“ segir Svali á facebooksíðu sinni. 

mbl.is