Kristín Sif fór með kærastanum á Snæfellsnes

Kristín Sif Björgvinsdóttir og Aaron Kaufman á Snæfellsnesi um síðustu …
Kristín Sif Björgvinsdóttir og Aaron Kaufman á Snæfellsnesi um síðustu helgi.

Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpsstjarna á K100 er endurnærð eftir að hafa dvalið á Snæfellsnesi um síðustu helgi ásamt kærasta sínum, Aaron Kaufman, og börnum sínum tveimur. Hún segir að Ísland sé alger náttúruperla og hún hlakki til að ferðast um landið í sumar. 

„Við gistum í notalegum litlu húsi á Miðhrauni en þau bjóða upp á að leigja hús á ævintýralega fallegum stað á æðislega góðu verði,“ segir Kristín Sif í samtali við Ferðavefinn á mbl.is. 

Hún segir að Snæfellsnesið sé alger náttúruperla. Hún mælir til dæmis með Vatnshelli sem hún segir að sé vert að skoða. 

„Það er mikið dýralíf á Snæfellsnesi og við fórum að skoða strönd þar sem er selanýlenda og gaman að skoða því að þeir eru svo forvitnir og skemmtilegir. Snæfellsjökull gnæfir yfir í allri sinni dýrð og margt að skoða eins og Dritvík, Hellnar, Arnarstapi. Svo smökkuðum við vatn úr Ölkeldu en það er talið hafa lækningarmátt. Skemmtilega skrítið á bragðið en ekki slæmt,“ segir hún. 

Krstín Sif segir að gistingin hafi verið alveg upp á …
Krstín Sif segir að gistingin hafi verið alveg upp á tíu.

Hvað borðaðir þú í ferðalaginu?

„Við mættum seint á föstudagskvöldinu og skelltum í pizzu sem við borðuðum á pallinum. Síðan grilluðum við okkur læri á laugardagskvöldinu eftir langan og skemmtilegan dag á ströndinni fyrir neðan Langaholt.“

Hefur þú verið nægilega dugleg að ferðast innanlands?

„Já, ég elska að ferðast innanlands og stefni á að fara hringinn og koma við á Heiði á Langanesi, sem er ættarsetrið mitt, og einnig að ferðast um Vestfirðina í sumar.“

Hvað finnst þér að fólk ætti að gera í sumarfríinu sínu?

„Hvort sem það er að ferðast í kringum höfuðborgarsvæðið eða að leggja land undir fót þá er landið okkar svo fallegt að það er endalaust hægt að skoða og uppgötva nýja áhugaverða staði á landinu okkar. Bara sama hvert við förum og hvað við gerum bara ganga um af virðingu.“

Kristín Sif og fjölskylda kynntust nokkrum selum í ferðinni.
Kristín Sif og fjölskylda kynntust nokkrum selum í ferðinni.

Hvað er það við Ísland sem útlönd hafa ekki?

„Besta vatnið og loftið. Ísland er bara svo ótrúlega einstakt og merkilegt land í mínum augum en mér finnst það líka besta land í heimi.“ 

Snæfellsjökull skartaði sínu fegursta í ferðinni.
Snæfellsjökull skartaði sínu fegursta í ferðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert