Fögnuðu fertugsafmælinu á Hótel Rangá

Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson héldu upp á 40 ára …
Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson héldu upp á 40 ára afmæli Egils á Hótel Rangá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson og kærasta hans Guðríður Jónsdóttir skelltu sér á Hótel Rangá í gær. Egill varð 40 ára í gær og fagnaði parið áfanganum með nótt á hótelinu.


Hótel Rangá er eitt flottasta hótel landsins og heimsækja margar erlendar stjörnur hótelið í Íslandsferðum sínum. Hótelið býður þar að auki upp á sértilboð til þeirra sem ákveða að fagna stórafmælinu sínu hjá þeim. Gisting fyrir tvo í Standard-herbergi á aðeins 12.020 krónur á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp á afmælið með kvöldverði á veitingastað hótelsins. 

Auk þess að bóka nótt á Hótel Rangá skelltu Egill og Guðríður sér á fjórhjól með Black Sand Beach Tours. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is