Fatnaður flugfreyja gjörbreyttur

Starfsfólk í flugvélum Qatar Airways mun líta svona út á …
Starfsfólk í flugvélum Qatar Airways mun líta svona út á næstunni. Skjáskot/Twitter

Ásýnd starfsfólks um borð í flugvélum Qatar Airways hefur gjörbreyst frá því sem farþegar flugfélagsins eiga að venjast. Rauði liturinn sem aðgreinir flugfreyjur félagsins svo vel mun ekki lengur verða í aðalhlutverki. Flugfélagið greindi nýlega frá breytingunum til þess að auka öryggi starfsfólks og flugfarþega vegna kórónuveirunnar. 

Á vef flugfélagsins kemur fram að starfsfólk í flugvélum muni klæðast einnota heilgöllum til þess að verjast smitum. Starfsfólk verður þó ekki bara í þægilegum heimafötunum undir göllunum þar sem það kemur fram að starfsfólk á borð við flugfreyjur muni klæðast göllunum yfir einkennisföt sín.

Rauði litur Qatar Airways verður ekki jafn sýnilegur og áður …
Rauði litur Qatar Airways verður ekki jafn sýnilegur og áður um borð í vélunum. AFP

Einnig verður starfsfólk með grímur, hlífðargleraugu og hanska. Farþegar þurfa einnig að vera með andlitsgrímur. 

mbl.is