Ofurfyrirsæta óþekkjanleg í flugi

Naomi Campbell er óþekkjanleg í flugi.
Naomi Campbell er óþekkjanleg í flugi. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell byrjaði að sótthreinsa flugsætin sín löngu áður en fólk byrjaði að smitast af kórónuveirunni. Fyrirsætan er svo passasöm að nú klæðir hún sig í flugi eins og hún vinni við að hjúkra fólki með kórónuveirusmit. 

Campbell er ekkert að grínast með útbúnaðinn. Undir venjulegum kringumstæðum myndi hún ferðast með sitt eigið ferðateppi og sótthreinsa allt vel. Nú er hún komin í galla og lætur einfalda grímu ekki duga heldur er með öryggisgleraugu og hlíf fyrir andlitinu.

Fáir eru að ferðast núna en ekki er vitað af hverju Campbell fór í flugvél. Hún birti myndina af sér á Instagram. „Á ferðinni,“ skrifaði Campbell. 

View this post on Instagram

On the move...

A post shared by Naomi Campbell (@naomi) on May 16, 2020 at 1:15pm PDT

mbl.is