Uppáhaldshótel Matthews Perrys

Matthew Perry velur aðeins það besta.
Matthew Perry velur aðeins það besta. REUTERS

Þegar Friends-stjarnan Matthew Perry vill gera vel við sig á Englandi gistir hann á The Dorchester í London. Íslendingar eru þekktir fyrir að halda mikið upp á London og þegar fólk byrjar að ferðast á ný er ekki slæmt að fara eftir ferðaráði frá uppáhaldsvini sínum, leikaranum sem lék Chandler Bing í Friends. 

„The Dorchester í London. Það er mjög fínt með stórum og opnum svefnherbergjum en á sama tíma líður manni eins og maður sé kominn heim þegar maður innritar sig,“ sagði Perry við Condé Nast Traveller þegar hann var spurður um sitt uppáhaldshótel í Bretlandi. 

Hótelið er í Mayfair-hverfinu í London, alveg við Hyde Park og er útsýni yfir garðinn úr herbergjum hótelsins. Hótelið er auðvitað fimm stjörnu lúxushótel. Á hótelinu gista kóngafólk, rokkstjörnur, Hollywood-leikarar og annað efnameira fólk. Það er einnig vinsælt á meðal fólks frá Mið-Austurlöndum á sumrin.

Ef fólk ákveður að gista ekki á hótelinu er alltaf hægt að fá sér að borða eða fá sér drykk á hótelinu.

View this post on Instagram

Ready for afternoon tea? Mayfair’s sitting room is waiting for you! ✨ #thedorchester #DCmoments

A post shared by The Dorchester (@thedorchester) on Oct 23, 2019 at 8:02am PDT




 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert