Nýjar reglur á sólarströndum Spánar

Strandbæir á Spáni undirbúa sig fyrir sumarið með nýjum reglum.
Strandbæir á Spáni undirbúa sig fyrir sumarið með nýjum reglum. AFP

Þótt það séu líklegast fæstir á leiðinni í frí til Spánar í sumar þá hafa strandbæir á Spáni undirbúið sig fyrir ferðamenn. Flestir vinsælir strandbæir á Spáni hafa kynnt nýjar reglur sem sólþyrstum gestum ber að fylgja sæki þeir bæina heim á næstu misserum.

Flestar strendurnar á Spáni opnuðu í dag eða munu opna á næstu tveimur vikum. Ekki eru samræmdar reglur frá yfirvöldum heldur er það í höndum bæjaryfirvalda að tryggja öryggi gesta og heimamanna.

Almenna reglan er sú að fólk verði að virða tveggja metra regluna og megi ekki hópast saman fleiri en 15 í einu. Þrif verða í hávegum höfð og salerni og sturtuaðstaða á ströndunum verður lokuð. 

Margir strandbæir hafa nú þegar lagt lokahönd á reglur sínar og eiga þær það sameiginlegt að gestir þurfa að bóka tíma fyrir fram á ströndinni. Drónar verða notaðir til að fylgjast með að fólk virði reglurnar. Þá hafa einhverjar strendur komið sólhlífum fyrir á ströndinni til að afmarka svæði fyrir hvern og einn. Um 4 til 4,4 metrar eru hafðir á milli sólhlífanna.

Nokkrir bæir eru með forrit í bígerð sem gerir sólþyrstum gestum kleift að bóka tíma á ströndinni og sjá hvaða strendur eru fullar af fólki og hverjar ekki. 

Frétt The Sun.

Lagt er upp með að um 4-4,4 metrar verði á …
Lagt er upp með að um 4-4,4 metrar verði á milli gesta á ströndum Spánar í sumar. STRINGER/SPAIN
mbl.is