Þakklát fyrir að geta flogið aftur

Marla Maples fór í flug um helgina.
Marla Maples fór í flug um helgina. skjáskot/Instagram

Leikkonan og fyrrverandi eiginkona Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Marla Maples, segir í nýjustu færslu sinni á Instagram að hún sé þakklát fyrir að geta flogið aftur. 

Maples hefur haldið til í New York-borg í Bandaríkjunum á meðan heimsfaraldurinn geisar. Hún segir í færslunni að hún leggi traust sitt á Guð. Á myndinni er hún með andlitsgrímu.

„Ég vel ást ... ég vel ekki hræðslu. Ég mun ganga (og fljúga) í trausti, í trú og friði. Ef Guð stendur með okkur, hver getur verið gegn okkur ... enginn. Þakklát fyrir að geta hitt fjölskylduna mína aftur á þessum fallega degi,“ skrifaði Maples. Hún greindi þó ekki frá því hvert för hennar var heitið.

Þrátt fyrir að baráttunni gegn kórónuveirunni sé ekki lokið í Bandaríkjunum eru flugsamgöngur hafnar að nýju.

Mynd Maples hefur vakið nokkra athygli og hafa margir bent henni á að tvískinnungur felist í því að segjast treysta Guði en notast samt sem áður við andlitsgrímu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert