Sóli og Viktoría ætla að stinga af

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.

Ekki stóð á svörum þegar grínistinn Sólmundur Hólm bað fylgjendur sína á Instagram um uppástungur um gott hótel. Sóli ætlar að stinga af í rómantíska ferð með unnustu sinni, Viktoríu Hermannsdóttur. Sóli líkti úrvalinu af hótelum á Íslandi við frumskóg og þurfti smá hjálp að halda. 

Sóli sagði að hann þyrfti að komast aðeins í burtu frá annars yndislegum börnunum sínum. Hann var með nokkrar en þó hóflegar kröfur. Hann vildi helst ekki þurfa að keyra í meira en tvo tíma, en Sóli og Viktoría búa í Reykjavík. Það þarf að vera heitur pottur á hótelinu og veitingastaður. Fleiri voru kröfurnar ekki. 

Ferðavefur mbl.is tók saman þær uppástungur sem bárust Sóla á Instagram. Mögulega eru einhverjir þreyttir foreldrar í sömu hugleiðingum og geta nýtt sér tillögurnar. 

Hótel Búðir á Snæfellsnesi. 

B59 í Borgarnesi.

Hótel Rangá.

Stracta Hotel á Hellu.

Hótel Selfoss.

Hótel Örk í Hveragerði. 

Sveitahótelið Hraunsnef í Norðurárdal.

Ion-hótelið á Nesjavöllum.

Hótel Geysir.

Hótel Húsafell.

Hótel Vestmannaeyjar. 

Hótel Keilir í Reykjanesbæ.

Hótel Grímsborgir í Grímsnesi. 

Hótel Hamar í Borgarnesi. 

Hótel Glymur í Hvalfirði. 

mbl.is