Ætlar að eyða helginni í Reykjavík

Ásgerður er áhugaverð myndlistakona.
Ásgerður er áhugaverð myndlistakona.

Ásgerður Arnardóttir er 25 ára gömul og fædd og uppalin í Vesturbænum. Hún er myndlistamaður og leiðbeinandi á leikskóla og segir bæði jafn skemmtilegt. Þegar hún ferðast reynir hún að sjá hversdagslífið á staðnum sem hún er á hverju sinni. Þó svo að náttúruperlur geti verið mjög heillandi þá hefur hún meiri áhuga á borgarlandslagi en náttúrulandslagi. 

Hvert ætlar þú um hvítasunnuhelgina?

„Það er ekkert planað enn, ætli ég haldi mér ekki bara í Reykjavík og vona að það verði gott veður!“

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ert ekki að vinna?

„Ég dansa mikið og stunda jóga. Ég hef æft magadans í 5 ár núna og það er með því skemmtilegasta sem ég geri. Einnig finnst mér mjög gaman að fara í göngutúra og að „stússast” á bílnum, búa mér til verkefni og fara í alls konar búðir ein með sjálfri mér, eins skringilega og það hljómar. Mér finnst mjög gott að keyra því það róar hugann minn mikið.“ 

Hvað gerir þú alltaf á ferðalögum?

„Það er mjög mismunandi, fer eftir hvar ég er. Ég er ekki mikið fyrir það að halda úti einhverri dagskrá frá degi til dags. En mér finnst alltaf skemmtilegast að taka langan göngutúr í alls konar borgum og sjá hversdagslífið eins og það leggur sig og skoða arkitektúrinn. Þó svo að náttúruperlur geti verið mjög heillandi þá mætti eiginlega segja að ég hafi meiri áhuga á borgarlandslagi en náttúrulandslagi.“

En aldrei?

„Ætli það sé ekki bara að búa mér til stíft plan. Það stressar mig of mikið.“

Áttu eitt góð ráð þegar kemur að því að upplifa náttúruna, litina og fleira í frístundum?

„Ég held það sé bara að rúnta/labba eitthvað án áfangastaðar, láta koma sér á óvart. Mér finnst alltaf best af hafa engar væntingar fyrir neinu því þannig upplifi ég hlutina á hreinan og fordómalausan hátt. Svo er líka bónus að hlusta á góða tónlist á meðan maður skynjar eitthvað sjónrænt.“

View this post on Instagram

2019

A post shared by Ásgerður Arnardóttir (@asgerdurarnar) on May 6, 2020 at 3:10pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert