Damon fastur í írskum smábæ

Matt Damon dvelur í smábæ á Írlandi á meðan heimsfaraldurinn …
Matt Damon dvelur í smábæ á Írlandi á meðan heimsfaraldurinn geisar. AFP

Bandaríski leikarinn Matt Damon og fjölskylda hans hafa dvalið í írska bænum Dalkey í útjaðri Dublin á meðan heimsfaraldurinn geisar. Damon hefur dvalið þar síðan um miðjan mars þegar hann hélt þangað til að ljúka tökum á kvikmyndinni The Last Duel. 

Damon og eiginkona hans, Luciana Barroso, ákváðu að halda til á Írlandi þegar ástandið versnaði í heiminum vegna kórónuveirunnar. 

Fréttirnar um að leikarinn og fjölskylda hans væru í Dalkey var um langa hríð leyndarmál innan bæjarins, en svo fór að fréttast að leikarinn væri í bænum eftir að mynd af honum á leið í sund var lekið á netið. Þá hringdi Damon í útvarpsstöð í bænum og tilkynnti að hann væri í bænum. 

Damon var hress í viðtalinu og sagði að Dalkey væri frábær bær. „Þetta er magnað, þetta er einn fallegasti staður sem ég hef komið til. Ástandið í heiminum er auðvitað hræðilegt, en fyrir mig og fjölskylduna mína var þetta fín tímasetning,“ sagði Damon. 

Fjölskyldan hafði hugsað sér að vera í 8 vikur á Írlandi og tók þar af leiðandi einkakennara barnanna með sér. Damon sagði það vera algjöran lúxus að vera með kennara sem sér um fræðslu barnanna. 

Damon og fjölskylda hafa dvalið í svokölluðu lúxus Airbnb húsi á meðan dvölinni stendur. Húsið er gullfallegt en í því eru fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi. Það er sundlaug í garðinum og allt til alls fyrir stórstjörnur eins og Damon.

View this post on Instagram

The day we met Matt Damon! . You may have seen this photo doing the rounds of late. Initially, we had no intention of sharing the photo but now that Matt’s been laughing and talking on the radio about it, I thought I'd tell you how I came to take this photo. We were out for a family swim and we bumped into Matt and his family. It was all very cool - no one else around…just his (and my family) enjoying the freezing cold water and having a laugh! As we were all leaving, he very politely obliged for a photo, leaning in with his @supervalu_irl bag keeping the social distance! . As he confirmed on the radio, he was holding a bag of swim gear and towels - not cans!! Both my husband and I agreed not to share the photo publicly but it got leaked through a family WhatsApp group a few days later and boom! it was then all over social media. We felt awful and really sorry about the whole situation; we wrote an apology letter to him but never got to deliver it. After hearing him on radio today, he obviously sees the funny side and the fact that the photo ultimately turned into one of the feelgood stories of the early summer. . While we never intended that the photo should leak anywhere, we were delighted that so many people – Matt included – got so much entertainment from the result. And the result? Irish people were delighted to welcome such a friendly and globally respected actor and activist to live amongst us while enjoying his privacy and one of the few good things that the virus has thrown up – precious and hassle-free time with his family in a country that respects and cherishes the important things in life. . Also, my daughters Ashleigh & Jessica @cookingwithjessica_ (aged 9 and 11) learnt a very valuable lesson. They now see how something private can so quickly go viral and spin out of control. . Anyhow, all’s well that ends well. . #mattdamon #cookingwithjessica #dalkey #lockdownlife

A post shared by Siobhan Berry (@mummycooks) on May 13, 2020 at 5:10am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert