Áhugamálin efld á Bifröst

Fjölskyldan getur farið saman á Bifröst og æft sig í …
Fjölskyldan getur farið saman á Bifröst og æft sig í ólíkum tómstundum. Ljósmynd/Örvar Már Kristinsson

Í sumar verður boðið upp á nýjung fyrir Íslendinga sem vilja efla sig þegar kemur að tómstundum. Í boði verða ferðir þar sem dvalið er á Hótel Bifröst í tvær nætur. Síðan getur fólk undir leiðsögn fagfólks fengið tækifæri til að skerpa hæfni sína í áhugamálum sínum. 

Boðið verður upp á námskeið í skák, prjóni, bridge og myndlist. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru sérhæfðir í hverju fagi. Ásgeir Jón Ásgeirsson myndlistarmaður, Ása Björk Snorradóttir kennir á prjónanámskeiði, Birkir Karl Sigurðsson kennir skák og Gunnar Björn Helgason kennir bridge.

„Megináhersla er lögð á að hver og einn nái að skerpa færni sína. Þetta hentar einstaklega vel pörum eða vinum sem hafa áhuga á mismunandi áhugamálum en þau geta dvalið saman og farið hvort á sitt námskeiðið. Þá er ekki nauðsynlegt að fara á námskeið því hægt er að dvelja á hótelinu og nota tímann til að njóta umhverfisins á meðan maki, ættingi eða vinur fer á námskeið,“ segir Margrét Líndal, eigandi Reykjavík Culture Travel sem sér um ferðirnar. 

Það verður ýmislegt áhugavert að sækja í Borgarfjörðinn í sumar ef marka má þessa nýjung og fleiri á staðnum. Námskeiðin verða í boði í júlí og ágúst. 

Borgarfjörður er fallegur staður.
Borgarfjörður er fallegur staður. Ljósmynd/Örvar Már Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert