Ástin í forgang eftir kórónuveiru

Aðstaðan er til fyrirmyndar.
Aðstaðan er til fyrirmyndar. Ljósmynd/Aðsend

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt þegar helgarfrí er í vændum. Hótel Ísland í samstarfi við Dale Carnegie býður upp á parahelgi sem er eitthvað sem nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Pör hér á landi virðast vera ófeimnari við að sækja sér þekkingu til þess að gera gott samband enn betra.

„Það má vera að kórónuveiran hafi fengið okkur til að meta okkar nánustu upp á nýtt og við sjáum tækifæri í því að styrkja samband okkar við maka, finna jafnvægi milli virðingar og skilnings og eignast þar með traustari framtíðarsýn,“ segir Hrafnhildur Þórisdóttir sölustjóri Hótel Íslands.

„Það er öllum gott að taka sér tíma fjarri heimahögum og endurnærast í róandi og öruggu umhverfi. Fagleg þjálfun Dale Carnegie er fyrir þá sem vilja einblína á samband sitt og gisting í fallegu herbergi með aðgangi að spa er einmitt það sem gefur aukið vægi og þá nánd sem við viljum að fólk fái út úr námskeiðinu,“ segir Hrafnhildur.

Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi segir marga vera nú að endurmeta gildi sín. „Í uppsveiflu síðustu ára hafa margir verið uppteknir af veraldlegum hlutum en nú finnum við fyrir því að fólk er að huga að sjálfu sér. Undanfarin ár hafa margir endurnýjað bílinn og innréttað húsið sitt upp á nýtt en nú er kominn tími til að endurnýja gildin og innrétta hugann upp á nýtt. Ákveða það sem vikilega skiptir máli í lífinu. Reynslan er sú að margir kjósa að einblína á að rækta samband við sína nánustu, breyta samskiptum við ákveðna aðila og taka nýja stefnu,“ segir Jón.

Hjóna- og parahelgin fer fram dagana 19. – 21. júní og er bókanleg hér

Helgardekur í glæsilegu umhverfi.
Helgardekur í glæsilegu umhverfi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert