Pakkaðu í töskuna og komdu þér af stað

Ævintýrin gerast á ferðalögum.
Ævintýrin gerast á ferðalögum. Ljósmynd/Colourbox

Sumir segja að ferðalög á Covid-19 tíma séu nauðsynlegri en ferðalög á öðrum tíma. Þar sem margt er búið að gerast á fáeinum mánuðum og almenningur því útkeyrður og þreyttur á ástandinu. Ferðalög stækka sjóndeildarhringinn okkar, gefa okkur tækifæri á að finna okkur og annað fólk í tilverunni. 

Eftirfarandi fimm ástæður ættu að fá þig til að pakka í tösku og leggja af stað:

Ferðalög stækka sjóndeildarhringinn

Eins og flestir vita þá eru ferðalög frí frá amstri dagsins. Þau stækka sjóndeildarhringinn og láta okkur stundum sjá lífið okkar með nýju ljósi. Í dag oftar en svo oft áður, þurfum við nýtt viðhorf til lífsins. Hvernig er mannlífið hinum megin við dalinn? Hvernig hugsar fólk þar sem langt er á milli staða og náttúran er allsráðandi? Hver er tilfinningin þegar þú kemur aftur heim? Allt eru þetta spurningar sem geta gert daglega lífið okkar betra. 

Ferðalög gefa okkur tækifæri til að kynnast nýju fólki

Á ferðalögum þá fær maður tækifæri til að hitta fólk sem maður er óvanur að hitta. Fólk sem deilir stundum sömu lífskoðunum og áhugamálum og maður sjálfur. 

Hver veit nema að eiginmaðurinn sem þú alltaf leitaðir að sé handan við Selfoss? Eða konan sem þig dreymir um með grænu fingurna sé að versla sér lífrænt grænmeti af grænmetisbónda á suðurlandi. 

Þú verður í það minnsta að fara af stað til að kanna það. 

Ferðalög opna á ný tækifæri

Það getur verið dýrmætt að sitja löngum stundum á skrifstofunni að teikna um viðskiptahugmynd, reikna í Excell skjali eða að skrifa bók. En maður er manns gaman. Góðar hugmyndir fara nefnilega stundum á flug ef maður hefur einhvern til að tala um þær við. 

Ekki hika við að reyna að kynnast fólki þegar þú ferðast um landið. 

Maður getur alltaf góðum vinum á sig bætt!

Ferðalög hjálpa þér að taka réttar ákvarðanir

Sumir segja að fjarlægðin geri fjöllin blá. Aðrir segja að með því að fara í ferðalag þá er maður betur undir það búinn að taka réttar ákvarðanir í lífinu. Ef sem dæmi hjónabandið er búið að vera erfitt að undanförnu og þú tekur ákvörðun að fara Hringveginn einn og hugsa málið. Hver veit nema að þú byrjir að sakna makans og sjáir verðmætin í sambandinu og haldir áfram að byggja undir það sem er gott í því. 

Þú í versta falli finnur sjálfan þig á ferðalögum sem er eitt af því dýrmætasta sem til er í lífinu. 

Þú ert þinn besti félagsskapur.
Þú ert þinn besti félagsskapur. Ljósmyndir/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert