Fullkominn dagur í Hrísey

Hrísey er perla Eyjafjarðar.
Hrísey er perla Eyjafjarðar. mbl.is

Ef þú ert á ferð um norðurlandið og langar að slaka á og tengjast náttúrunni þá er ferð til Hríseyjar góð hugmynd. Hrísey er stundum kölluð perla Eyjafjarðar en þar er notalegt að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér. 

Siglt er til Hríseyjar með ferjunni Sævari sem fer úr höfn frá Árskógssandi. Ferjan gengur reglulega yfir daginn og er hægt að kynna sér áætlun hennar á vef Hríseyjar

Allar götur Hríseyjar eru hellulagðar og þar er lítil sem engin bílaumferð. Gönguleiðir um eyjuna eru vel merktar þar sem finna má fjölbreytt fuglalíf.

Hægt er að fara í skoðunarferð um eyjuna á traktor.
Hægt er að fara í skoðunarferð um eyjuna á traktor. mbl.is/Helgi Bjarnason

Traktorsferðir

Til að kynna sér eyjuna betur er hægt að fara í traktorsferð með leiðsögn um eyjuna. 

Sund

Sundlaugin er nýuppgerð og samkvæmt heimamönnum er hún algjört æði. 

Hús Hákarla Jörundar

Í elsta húsi Hríseyjar, húsi Hákarla-Jörundar, hefur verið komið upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt horf. Þar rekur líka Ferðamálafélag Hríseyjar upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

Ungur drengur í húsi Hákarla - Jörundar í Hrísey.
Ungur drengur í húsi Hákarla - Jörundar í Hrísey. mbl.is/Alma Skaptadóttir

Holt - hús Öldu Gömlu

Húsið stendur við Austurveg 35. Hér mun hafa verið fyrsti veitingastaður í Hrísey og var stórt skilti utan á húsinu er á stóð: Veitingar, kaffi, te, öl, sælgæti og límonaði. Húsið var lengi í eigu Öldu Halldórsdóttur og arfleiddi hún Hríseyjarhrepp af húsinu þegar hún lést árið 1998. Í dag er þar svokallað byggðasafn sem sýnir lífshlaup Öldu.

Gallerí Perla

Gallerí Perla er handverkshús í Hrísey, það er til húsa í gamalli verbúð sem stendur við höfnina. Stofnaður var hópur handverkskvenna í Hrísey upp úr 1990 og fékk hópurinn húsið til afnota. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu með fé sem safnað var og var vinnan við húsið sjálfboðavinna.  

Í Galleríinu er til sölu ýmislegt handverk sem að mestu er framleitt í Hrísey má þar nefna prjónavörur, skartgripir, handgerð kerti, sultur og minjagripir.

Verbúðin 66 

Verðbúðin 66 er fjölskyldurekinn veitingastaður. Þar má gæða sér á dýrindis pítsum og fleiru góðgæti. Þar má líka fá eðal bjór frá smærri og stærri brugghúsum.

Verðbúð 66.
Verðbúð 66. Ljósmynd/Facebook

Frisbígolf

Í Hrísey er frisbígolfhringur sem áhugamenn um folf ættu ekki láta framhjá sér fara. Völlurinn var settur upp sumarið 2014 og telur 9 körfur. Tveir teigar eru á hverri braut sem gerir völlinn hentugan fyrir byrjendur sem og lengra komna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert