Svona ferðastu út í garð með stæl

Nú reynir á útsjónasemi og hugmyndarflug. Að ferðast um garðinn …
Nú reynir á útsjónasemi og hugmyndarflug. Að ferðast um garðinn er nýjasta æðið fyrir fólk á öllum aldri. Ljósmynd/Colourbox

Þar sem Íslendingar verða margir hverjir að sætta sig við ferðalög innanlands um þessar mundir þá er mikilvægt að geta gert hvað mest úr því sem er í boði hverju sinni. Þegar kemur að útilegum þá eru þær alltaf skemmtilegastar þegar ímyndunaraflinu er hleypt lausu og haft er aðeins fyrir umgjörðinni og útilegubúnaðinum. 

Góð útilega getur átt sér stað í garðinum heima ef því er að skipta. Gott tjald, skemmtileg lýsing, fullt af púðum, grill og sykurpúðar er stundum allt sem þarf til að gera góða helgi frábæra. 

Sjón er sögu ríkari. Hugmyndir að góðri garðútilegu er að finna á samfélagsmiðlum um þessar mundir. Börnin geta dundað sér í marga daga í huggulegu umhverfi. Það þarf ekki mikla fyrirhöfn að gera garðinn dýrðlegan fyrir þau. 
Það nýjasta um þessar mundir er að gera það huggulegt …
Það nýjasta um þessar mundir er að gera það huggulegt í útilegu úti í garði. mbl.is/skjáskot Instagram
mbl.is