Hvert fer fræga fólkið í frí?

Chrissy Teigen er dugleg að ferðast um Ítalíu.
Chrissy Teigen er dugleg að ferðast um Ítalíu. Skjáskot/Instagram

Gott er að leita innblásturs að næsta ferðalagi með því að sjá hvert fræga fólkið flykkist enda er þetta fólk sem hefur allt til alls til þess að láta ferðadraumana rætast.

Chrissy Teigen og John Legend

Chrissy Teigen og John Legend elska Ítalíu og hafa dvalið til að mynda við Como vatn og í Portofino. Como vatnið á þó sérstakan stað í hjarta þeirra enda giftu þau sig þar. „Það er eitthvað svo heillandi við Como vatn. Það er svo kyrrlátt. Maður horfir á það og það er líkast málverki," sagði Teigen í viðtali við Travel&Leisure. View this post on Instagram

💛 in portofino!! (shoutout to cobra team/backgrid)

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) on Jul 2, 2019 at 12:56pm PDT

Jennifer Aniston

Jennifer Aniston finnst fátt betra en að eyða fríinu sínu í Mexíkó og fer þá gjarna til Cabo. „Cabo San Lucas er uppáhaldsstaðurinn minn fyrir gott frí,“ sagði Aniston í viðtali við Harpers Bazaar. Leikkonan fer þangað reglulega með vinum og vandamönnum og dvelur alltaf á sama stað, One&Only Palmilla.

Slakar á í Mexíkó.
Slakar á í Mexíkó. MARIO ANZUONI
View this post on Instagram

Take a moment and think of your happy place. #OneAndOnlyPalmilla #EmbracingPalmilla #LosCabos

A post shared by One&Only Palmilla (@oneandonlypalmilla) on Mar 21, 2020 at 6:05am PDT

Shay Mitchell 

Pretty Little Liars leikkonan elskar Ítalíu og vill helst flytja þangað í framtíðinni. Hún hefur verið dugleg að ferðast og birta myndir af sér víðs vegar um heiminn undir merkinu Shaycation. Svo mjög að menn hafa sakað hana um að falsa ferðamyndirnar. Þeim ásökunum hefur hún neitað staðfastlega.Gigi Hadid

Fyrirsætan Gigi Hadid var frá sér numin yfir fegurð Tahítí. „Þetta er einn af fáum stöðum sem lítur út eins og myndin gaf til kynna,“ sagði Hadid í viðtali við Harpers Bazaar. „Sjórinn er alltaf svona á litinn. Það gæti verið skýjað og rigning en samt var hafið túrkisblátt á litinn.“

View this post on Instagram

🐬🐬 @seafollyaustralia #seafolly

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid) on Aug 21, 2015 at 1:56pm PDT

Lea Michelle

Glee-stjarnan Lea Michelle fer gjarna til Havaí. Vanalega fer hún þangað með vinkonum sínum og er dugleg að deila á Instagram öllu því sem hún gerir þar eins og til dæmis morgunjóga, sund, göngur og margt fleira. Vonandi kemst hún þangað aftur sem fyrst þar sem hún hefur átt undir miklu höggi að sækja undanfarið í kjölfar ásakana um eineltistilburði á tökustað.

View this post on Instagram

33 is feeling good✨

A post shared by Lea Michele (@leamichele) on Sep 3, 2019 at 5:11pm PDT

Joe Jonas

Joe Jonas fer á skíði. „Ef ég ætti einn dag eftir ólifaðan þá færi ég á skíði með fjölskyldu minni á Mammoth fjalli í Kaliforníu,“ sagði Jonas. Söngvarinn er kvæntur Sophie Turner og kynntust þau á skíðum. 

View this post on Instagram

Giving our best 80’s Ski Vibes 🎿 🏔

A post shared by J O E J O N A S (@joejonas) on Dec 29, 2018 at 5:50am PST

mbl.is