Svona sleppirðu sykrinum á ferðalögum

Jenn Edden ásamt fjölskyldunni á ferðalögum.
Jenn Edden ásamt fjölskyldunni á ferðalögum. mbl.is/skjáskot Instagram

Heilsumarkþjálfinn Jenn Edden pakkaði saman heimilinu sínu á dögunum í New York og lagðist í ferðalag með eiginmanni sínum og þremur börn. Þau ákváðu að fá sér húsbíl og hafa ferðast um Bandaríkin í leit að góðum stað til að koma sér fyrir á. 

Samkvæmt Edden er hægt að vera á ferðalagi með fjölskyldunni án þess að borða sykur. 

Í viðtalið við Mind Body Green segir hún mikilvægast að finna góðar verslanir sem selja hollan mat. Eins sé gott að vera með húsbíl þar sem ísskápur og eldunaraðstaða sé þannig að hægt sé að gera hollar súpur og safa á ferðalaginu. 

Mikilvægt er að borða nóga fæðu og að vera með undirbúinn matseðil til að halda uppi blóðsykrinum. 

mbl.is