Svona eru reglurnar hjá Icelandair eftir faraldurinn

Icelandair hefur gefið út reglur til tilvonandi farþega.
Icelandair hefur gefið út reglur til tilvonandi farþega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Létt var á ferðatakmörkunum til Íslands í dag og gert var ráð fyrir að um 600 farþegar kæmu til landsins í dag. Icelandair hefur gefið út lista fyrir farþega sem hyggjast ferðast með flugfélaginu á næstu vikum og mánuðum eftir að ferðalög verða leyfð á ný.

Flugfélagið mælir með að allir farþegar komi með sína eigin andlitsgrímu auk þess sem mælt er með því að taka sitt eigið nesti með sér. Farþegar eru beðnir um að takmarka handfarangur og lesa sér vel til um takmarkanir á tilvonandi áfangastað. 

Í myndbandi sem Icelandair gaf út fyrr í mánuðinum má einnig sjá hverju má búast við þegar ferðast er með flugfélaginu á komandi vikum. Þar kemur fram að allt starfsfólk um borð í vélum Icelandair muni koma til með að vera með andlitsgrímu allt flugið, líkt og farþegar eru beðnir um. 

Takmörkuð þjónusta verður um borð og ströngustu sóttvarnareglum fylgt. 

mbl.is