Ítalir enduruppgötva söfnin sín

Ítalir enduruppgötva söfnin sín.
Ítalir enduruppgötva söfnin sín. AFP

Söfn og aðrir ferðamannastaðir á Ítalíu opnuðu aftur eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn í lok maí. Þótt ferðamannastaðir hafi nú opnað að nýju þýðir það þó ekki að ferðamennirnir séu snúnir aftur og því nýttu margir Ítalir tækifærið og enduruppgötvuðu söfn og aðra ferðamannastaði sem þeir höfðu ekki heimsótt um árabil. 

„Vanalega er allt krökkt af fólki hérna svo maður nær ekki að njóta neins,“ sagði Simona Toti, ítalskur tölfræðingur sem New York Times ræddi við. Hún var meðal þeirra sem heimsóttu Sixtínsku kapelluna í Vatíkaninu í byrjun mánaðar. 

Margar milljónir heimsækja stærstu borgir Ítalíu á ári hverju og því eru flest söfn full af fólki allt árið um kring. Heimamenn nenna fæstir að heimsækja öll þau fallegu söfn sem finnast í heimalandi þeirra vegna mannfjöldans. Nú þurfa Ítalir hins vegar að gera líkt og flestir aðrir og ferðast innanlands. 

Fjöldatakmarkanir hafa verið inn á söfnin frá því þau opnuðu aftur og hefur það, sem og lítill fjöldi ferðamanna, áhrif á tekjur safnanna. Massimo Osanna, framkvæmdarstjóri Pompeii-minjastaðarins, segir að þau finni fyrir miklum tekjumissi og þurfi að forgangsraða brýnum viðhaldsframkvæmdum fram yfir önnur verkefni. 

Ítalía hefur að geyma fjölda fallegra safna sem milljónir manna …
Ítalía hefur að geyma fjölda fallegra safna sem milljónir manna heimsækja á ári hverju. AFP
Frá safni í Róm.
Frá safni í Róm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert