Hvernig á að hjálpa með réttum hætti?

Öll viljum við rétta hjálparhönd.
Öll viljum við rétta hjálparhönd. Unsplash.com

Marga dreymir um að leggja land undir fót og gerast sjálfboðaliðar erlendis. Ferðavefurinn tók saman nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga svo að sjálfboðaliðar geri örugglega meira gagn en ógagn.

  • Sé ætlunin að vinna með börnum þá skal spyrjast fyrir um barnaverndarstefnu og hvernig starfsemi fyrirtækisins tryggir öryggi barnanna og að þau séu vernduð gegn hvers kyns misbeitingu. Sama gildir ef ætlunin sé að vinna á dýraathvarfi.
  • Fáðu yfirlit frá ferðaaðilum um hvert þínir peningar eru að fara og hversu hátt hlutfall peninganna verður eftir í sjálfu samfélaginu eða innan góðgerðarsamtaka.
  • Ræddu við fólk sem hefur áður unnið sem sjálfboðaliðar og fáðu ráð.
  • Kannaðu bakgrunn samtakanna sem þú ákveður að starfa með.
  • Kannaðu hvort samfélagið sem til stendur að hjálpa taki vel á móti sjálfboðaliðum.
  • Forðastu sjálfboðavinnu sem gæti verið launuð vinna fyrir heimamenn. Ef þú ert til dæmis kennari að mennt þá skaltu nýta þá þekkingu til þess að þjálfa upp aðra kennara. Ekki sinna vinnu sem heimamaður gæti hæglega gert. 
  • Ekki sækjast eftir því að vinna á munaðarleysingjahælum. Rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti barna á slíkum heimilum á foreldra og í sumum tilfellum eru börnin tekin af heimilum sínum til þess að munaðarleysingjahælin geti lokkað til sín ferðamenn og hagnast á þeim.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert