Rekur sögu fyrri heimsfaraldra

Sænski leiðsögumaðurinn Mike Anderson rekur sögu fyrri heimsfaraldra í nýjum túr sínum um Stokkhólm í Svíþjóð. Vegna kórónuveirunnar hefur Anderson verið hálf atvinnulaus síðustu vikur og mánuði en nú hefur hann fundið leið til að eiga fyrir salti í grautinn.

Anderson rekur sögu farsótta eins og svarta dauða og kóleru sem geisað hafa á rölti um Stokkhólm og stoppar við sögulega staði. Hans helstu viðskiptavinir eru þó ekki erlendir ferðamenn eins og vanalega heldur heimamenn. 

„Mér finnst það mjög áhugavert þegar þú tekur hluti sem eru að gerast í dag og tengir þá við hluti sem hafa gerst í sögunni. Þá sérðu að fólk hefur gengið í gegnum þetta áður. Þetta hefur gerst aftur og aftur í sögu mannsins og sögu jarðarinnar,“ sagði í Anderson í viðtali við AFP sem má horfa í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is