Strangar reglur á Benidorm

Lífið í Benidorm er ekki alveg orðið samt eftir faraldur …
Lífið í Benidorm er ekki alveg orðið samt eftir faraldur kórónuveiru. JOSE JORDAN

Spánn opnar landamæri sín í næstu viku og fólk er smátt og smátt farið að heimsækja strendur Benidorm eftir faraldur kórónuveirunnar. Það er þó enn of snemmt að fagna þar sem strangar reglur gilda fyrir sólarstrandafara. 

Búið er að skipta niður ströndum Benidorm, Levante og Poniente strönd niður í tuttugu svæði. Venjulega anna þessar strendur hátt í 40 þúsund manns en nú er búið að fækka fjöldann niður í 26 þúsund. Við komuna er fólki vísað á fyrirfram úthlutaðan stað á ströndinni sem verður hægt panta með þar til gerðu snjallforriti. Til staðar verða sérstök svæði fyrir 70 ára og eldri og strangar reglur gilda um fjarlægðir á milli fólks. Þá vekur athygli að ekki má leika sér í sjónum og allir verða að vera í sandölum og bera andlitsgrímur þegar þeir koma og fara. 

„Við erum að tryggja það að fólk geti notið strandarlífsins líkt og áður með vissu um að þessi svæði séu örugg,“ sagði Toni Perez bæjarstjóri Benidorm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert