Franski spítalinn í boði fyrir þá vandlátu

Franski spítalinn er gullmoli sem vert er að heimsækja á …
Franski spítalinn er gullmoli sem vert er að heimsækja á Austfjörðum. mbl.is/skjáskot Instagram

Fosshótel Austfirðir er glæsilegt þriggja stjörnu hótel á Fáskrúðsfirði, staðsett í húsi sem var áður Franski spítalinn. Þar er veitingastaður og safn, þar sem lífi og starfi franskra sjó­manna er gert skil. Aðgangur að safninu er ókeypis fyrir hótelgesti. 

Húsið glæsilegan svip á bæinn þar sem hann er umkringdur gömlum húsum sem hafa verið gerð upp í sama anda. Spítalinn var byggður árið 1903 og var endurgerður í samvinnu við Minjavernd. Árið 1939 var húsið flutt út á Hafnarnes, þar sem það stóð í eyði í nær 50 ár. 

Við enduruppbyggingu spítalans var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Byggingin hlaut menningarverðlaun Evrópu, Europa Nostra á sviði menningararfleiðar vegna þessara umbreytinga en þetta er jafnframt fyrsta verkefnið hér á landi sem hlýtur þessi eftirsóttur verðlaun.

Veitingastaðurinn L'Abri er á hótelinu og er öllum ferðalöngum sem eru að leita eftir gistingu í frönskum fáguðum stíl bent á þennan stað. 

View this post on Instagram

We hope you all stay safe 🙌 but until we can all start traveling again, here is some travel inspiration for you ✨

A post shared by Íslandshótel (@islandshotel.is) on Mar 27, 2020 at 3:37am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert