Into the Wild-rútan fjarlægð frá Alaska

Rútan var vinsæll áfangastaður göngugarpa.
Rútan var vinsæll áfangastaður göngugarpa.

Hin sögufræga Into the Wild-rúta sem staðsett var í óbyggðum Alaska í Bandaríkjunum var fjarlægð á föstudaginn síðasta. Rútan hefur á síðustu árum orðið að vinsælum áfangastað göngugarpa en á sama tíma skapað hættu þar sem svæðið sem hún var á er illfarið og hættulegt óvönu fólki. 

Rútan var þekkt sem „Bus 142“ og „Töfra rútan“ en henni bregður fyrir í kvikmyndinni vinsælu „Into the Wild“ sem er byggð á samnefndri bók. Hún segir sögu hins unga Chris McCandless sem gekk inn í óbyggðir Alaska árið 1992. McCandless fannst látinn í rútunni þann 6. september sama ár.

Rútan var yfirgefin á Stampede gönguleiðinni nálægt Denali þjóðgarðinum. Tveir hafa látist í tilraun sinni til að komast að rútunni og að minnsta kosti fimmtán manns hafa þurft á björgunarsveit að halda á leið sinni að rútunni samkvæmt heimildum New York Times

Rútan var fjarlægð með þyrlu Landhelgisgæslunnar í Alaska og flutt á flutningabíl. Hún var síðar flutt á „öruggan stað“ samkvæmt heimildum NYT.

Rútan var fjarlægð með þyrlu.
Rútan var fjarlægð með þyrlu. AFP
Tveir hafa látið lífið á leiðinni að rútuni.
Tveir hafa látið lífið á leiðinni að rútuni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert