Verða sætin á tveimur hæðum í flugvélum framtíðarinnar?

Sæti á tveimur hæðum gætu verið framtíðin.
Sæti á tveimur hæðum gætu verið framtíðin. Ljósmynd/Zephyr Aerospace

Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafa síðustu vikur og mánuði velt fyrir sér hvernig framtíðin muni líta út. Því hafa eflaust tilvonandi ferðalangar einnig velt fyrir sér. Mikil nánd er oft á ferðalögum og tilraunir til að draga úr þeirri nánd eru aðalverkefni nýsköpunarfyrirtækja. 

Zephyr Aerospace lagði til hugmynd á dögunum sem felur í sér meira pláss fyrir farþega flugvéla og á sama tíma meiri einangrun frá öðrum farþegum.

Farþegar geta legið og setið.
Farþegar geta legið og setið. Ljósmynd/Zephyr Aerospace

Sætin þeirra eru á tveimur hæðum og geta farþegar breitt úr sér og valið hvort þeir vilja sitja eða liggja. Sætunum yrði raðað 2-4-2 í breiðþotum og myndu flugfélög neyðast til að fækka sætum í vélinni, skyldu þau ákveða að innleiða hugmyndina. 

Jeffrey O'Neill, hönnuður sætanna, sagði í viðtali við CNN að hann hafi fengið hugmyndina eftir langt flug til Singapúr. „Það var mjög óþægilegt. Af hverju er svona erfitt að finna hagkvæma leið til þess að liggja flatur í flugi sem er 19 tímar?“ sagði O'Neil. 

Hann segir að sætin séu ekki jafn há og fólk heldur þegar það sér myndirnar heldur séu þau aðeins í um 137 sentimetra hæð.

Ljósmynd/Zephyr Aerospace
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert