Baldwin og Hadid njóta lífsins á Sardiníu

Hailey Baldwin og Bella Hadid njóta nú lífsins á Ítalíu.
Hailey Baldwin og Bella Hadid njóta nú lífsins á Ítalíu. Samsett mynd

Fyrirsæturnar Hailey Baldwin Bieber og Bella Hadid sáust á snekkju fyrir utan ítölsku eyjuna Sardiníu fyrr í vikunni. Samkvæmt heimildum Page Six flugu þær til Ítalíu með einkaþotu, en ferðatakmörkunum til Ítalíu hefur verið létt á síðustu vikum.

Fyrirsæturnar fylgdu reglum um andlitsgrímur á ferðalaginu en tóku þær svo af sér þegar þær voru komnar um borð í snekkjuna. Baldwin og Hadid ferðuðust til Ítalíu til að vinna en þær eru á leið í myndatöku fyrir tískuherferð. 

Báðar hafa þær haldið sig heima síðastliðna mánuði á meðan heimsfaraldurinn geisar. Hadid dvaldi á sveitabúgarði fjölskyldunnar í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum og Baldwin dvaldi með eiginmanni sínum, Justin Bieber, í Los Angeles.

mbl.is